Tap ICEQ verðbréfasjóðsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 43 milljónum króna samkvæmt rekstrarreikningi, samanborið við 365 milljón krónu hagnað á sama tímabili í fyrra, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Tapið er fært til lækkunar á hlutdeildarskírteinum ICEQ verðbréfasjóðs.

Eigið fé sjóðsins nam í lok júní 1.640 milljónum króna og hækkaði um 88,7 % frá sama tímabili í fyrra.

Enginn hagnaður varð af rekstri fagfjárfestasjóðsins KB ABS 1 á fyrri hluta ársins 2006, samkvæmt rekstrarreikningi, en KB ABS 1 er útgefandi skuldabréfaflokksins KBABS1 NKY sem skráður er á Kauphöll Íslands.

Eigið fé sjóðsins nam í lok júní einni milljón króna, en sjóðurinn hóf rekstur á tímabilinu.

Hagnaður af rekstri Fagfjárfestasjóðsins CDO1 á fyrstu sex mánuðum ársins nam 68 milljónum króna, samanborið við 24 milljónir króna á sama tímabili í fyrra, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Fagfjárfestasjóðurinn CDO1 er útgefandi skuldabréfaflokkanna CDO1 A1, CDO1 A2, CDO1 A3, CDO1 A4, CDO1 A5, CDO1 B1, CDO1 B2, CDO1 B3, CDO1 C1, CDO1 C2 og CDO1 C3 sem skráðir eru á Kauphöll Íslands.

Eigið fé sjóðsins nam í lok júní 947 milljónum króna og hækkaði um 11,7% frá sama tímabili í fyrra.