Þegar fjármagnskostnaður álvera og orkufyrirtækja er skoðaður sést að þau eru að greiða mjög mismunandi háa vexti. Í sumum tilfellum ráða markaðsaðstæður vöxtunum en í öðrum tilfellum er um lán að ræða milli tengdra aðila. Þetta getur haft áhrif.

Í ársreikningi Alcoa kemur fram að félagið greiðir 0,84% vexti vegna skulda við móðurfélagið. Lánið er í Bandaríkjadölum. Norðurál greiddi móðurfélagi sínu 7,85- 10% vexti árið 2014. Ekki kemur fram hvaða vaxtakjör eru innan Rio Tinto Alcan-samstæðunnar í ársreikningi Alcan og ekki fengust upplýsingar um þetta fyrir útgáfu blaðsins.

Meðalvextir Landsvirkjunar árið 2014 voru um 3,5% að meðtöldu ríkisábyrgðargjaldi. Orkuveitan greiddi 0,07-1,67% af lánum í erlendri mynt, en 4,02% af verðtryggðum lánum og 6,29% af óverðtryggðum lánum í íslenskum krónum. HS Orka greiddi 0,9-3,1% vexti af skuldum í erlendri mynt árið 2014 en 4% af verðtryggðum skuldum í krónum og 6,8% af óverðstryggðum í krónum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .