Rannsóknir sýna að efnahagskreppan árið 2008 hafði mismunandi áhrif á íslenska banka annars vegar og danska banka hins vegar. Þetta kemur fram skýrslu sem Páll Melsted Ríkharðsson, dósent við HR, og Catherine Batt doktorsnemi skrifuðu.

Munur var á því hvernig stjórnun breyttist í kjölfar hrunsins. Íslenskir bankar endurskilgreindu menningarlega stjórnun og lögðu áherslu á að bankarnir væri nýir. Þar með slitu þeir sig frá hinum „gömlu“ bönkunum frá því fyrir 2008 og starfsháttum þeirra.

Áhættustýring var sett í formlegra ferli, farið var yfir innri og ytri endurskoðun og fleiri starfsmenn voru ráðnir sem sinnt gátu þessum störfum. Dönsku bankarnir þurftu hinsvegar aðeins að aðlaga ferla að nýjum reglum.

Samkvæmt skýrslunni voru þeir komnir mun lengra en íslensku bankarnir í áhættustýringu og innri endurskoð- un fyrir hrun og breytingarnar sem þurfti að gera voru ekki eins viðamiklar og á Íslandi.