Sparisjóðurinn í Keflavík
Sparisjóðurinn í Keflavík
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Eigið fé SpKef, sem í vor sameinaðist Landsbankanum, er neikvætt um 30 milljarða króna. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Er þetta niðurstaða mats sem Landsbankinn lét gera á eignum SpKef.

Samkvæmt mati SpKef og íslenska ríkisins, sem áður hefur verið birt, var neikvætt eigið fé um 11,2 milljarða. Landsbankinn áskildi sér rétt til að endurmeta eigurnar.

Um er að ræða mikinn mun á stöðu sparisjóðsins og ekki hefur komið fram afhverju það munar tæpum 20 milljörðum milli matsgerða. Óháð úrskurðarnefnd á enn eftir að skila áliti sínu um verðmæti eigna SpKef.

Til að uppfylla kröfur Fjármálaeftirlitsins um eigið fé þarf að leggja fram um 38 milljarða króna, ef mat Landsbankans á eignunum stendur óhaggað. Ekki er ósennilegt að það framlag komi úr ríkissjóði enda er Landsbankinn að stærstu leyti í eigu ríkisins af því er fram kemur í frétt Vísi.