Norsk stofnun sem er ábyrg fyrir því að tryggja sem arðbærasta og umhverfisvænasta nýtingu á olíu og gasi í Noregi, Oljedirektoratet, misreiknaði sig allsvakalega við arðsemisútreikninga í Barentshafi. Útreikningar stofnunarinnar sýndu gríðarlegan ábata af vinnslu á svæðinu árið 2050.

Við nánari eftirgrennslan kom hins vegar í ljós að tölurnar sem birtar voru í skýrslu stofnunarinnar voru ekki spár heldur einföld samlagning af tekjum áranna áður. Reikniskekkjan nemur um 100 milljörðum norskra króna, sem á gengi dagsins eru um 1.300 milljarðar íslenskra króna.

NRK greindi frá málinu og vísar í Tekniske Ukeblad, sem kom auga á skekkjuna. Í frétt NRK segir að áætlaðar tekjur af verkefninu sem um ræðir verið 135 milljarðar norskra króna en ekki 270 milljarðar eins og talið var.