Grískir ríkisstarfsmenn hafa fengið sérstakt sumarleyfi fyrir að nota tölvu frá árinu 1989. Nemur það einum degi fyrir hverja tvo mánuði, samtals 6 daga á ári fyrir þá sem vinna við tölvu lengur en í 5 klukkustundir á dag. Wall Street Journal greinir frá.

Nú hefur ríkisstjórn landsins ákveðið að fella þessa sporslu niður. Er það hluti af þeim niðurskurði sem Grikkland mun ráðast í vegna kröfu Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðisins.

Stjórnvöld segja ástæðu leyfisins hafi verið sú að starfsmenn eigi rétt á 15 mínutna pásu aðra hverja klukkustund vegna tölvunotkunar. Var samið um að í stað þess yrði leyfið 6 dagar á ári.

Stéttarfélag ríkisstarfsmanna ætlar með málið fyrir dómstóla.