Skoski fjármálamaðurinn og hagfræðingurinn John Law er einn stórtækasti athafnamaður sögunnar, því á fáeinum árum sölsaði hann undir fyrirtæki sitt Compagnie d?occident, sem í daglegu tali var nefnt "Mississippi félagið", nánast allt franskt fjármálalíf, skattheimtu, seðlaprentun og öll viðskipti við lönd utan Evrópu. Um sumarið og haustið 1720 var um fátt annað talað í París en ævintýralegar fyrirætlanir Mississippifélagsins og fjármálamenn streymdu til borgarinnar til taka þátt í fyrsta hlutabréfaæði sögunnar.

Mississippifélaginu er oft lýst sem hreinræktaðri svikamyllu, en bandaríski hagsögufræðingurinn Peter Garber bendir á að það sé lítill munur á fjármálabralli Law og hefðbundnum fyrirtækjayfirtökum á Wall Street - nema að í þessu tilfelli var yfirtökunni beint að ríkinu

Magnús Sveinn Helgason segir frá Mississipfélaginu og starfsemi þess í helgarútgáfu Viðskiptablaðsins.