Angela Merkel segir það vera mistök ef Grikkir fá að gefa upp evruna. Þetta kom fram í viðtali við hana á BBC þar sem hún segir Þýskaland gera allt til að halda myntbandalaginu saman.

Merkel hefur ekki miklar áhyggjur af frekari greiðslufalli þjóða þar sem mikið hafi verið lært af vanda Grikklands. Merkel fagnar niðurskurðar áformum Bretlands og segir lönd ekki geta komist upp með það lengur að eyða meiru en þau afla. Þjóðverjar koma til með að taka stærstan þátt í björgunarpakka Grikklands.

Merkel segir evrusvæðið hafa sína veikleika en verið sé að vinna í að komast yfir þá en vegferðin sé löng. Evrusvæðið myndi veikjast mikið ef Grikkir yfirgæfu evruna og það væru mikil stjórnmálaleg mistök. "Ef þú vilt vera þátttakandi í sameiginlegri mynt þarftu að vinna heimavinnuna þína en við munum alltaf styðja þig," sagði Merkel við BBC.