Tæknileg mistök við rannsókn á málum bræðranna Vincent og Robert Tchenguiz hefur valdið töfum á framgangi málsins hjá Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO). Dagblaðið Telegraph fjallar um málið og er greint frá því á mbl.is .

Bræðurnir voru ásamt sjö öðrum handteknir og færðir til yfirheyrslu fyrir um níu mánuðum síðan í viðamiklum aðgerðum SFO. Rannsókn SFO snýr að lánveitingum Kaupþings til bræðranna.

Í gær kom síðan í ljós að mistök hafi verið gert við húsleitir og rangar upplýsingar legið fyrir handtökum. SFO ætlar þó ekki að hætta rannsókn á viðskiptum bræðranna og hefur óskað eftir því að hluti gagna sem sem hald var lagt á verði geymdur áfram. Bræðurnir hafa mótmælt handtökunum og málinu gegn sér harðlega og kærðu handtökurnar. Sú krafa verður tekin fyrir dómstóla í febrúar.