Margvísleg mistök hjá Íbúðalánasjóði (Íls), sum mjög alvarleg, hafa kostað þjóðina milljarða. Ekki er enn séð fyrir endann á þeim kostnaði. Mistökin má annars vegar rekja til vanþekkingar innan sjóðsins og meðal þeirra sem tengdust honum. Hins vegar má rekja þau til sinnuleysis stofnana stjórnsýslunnar. Ekki bættu pólitísk áhrif og hagsmunatengsl úr skák. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum Rannsóknarnefndar Alþingis um starfsemi Íbúðalánasjóðs.

Í skýrslunni kemur fram að margt hafi orðið á vegi nefndarinnar sem hún hafi talið alvarlegt, talið ástæðu til að rannsaka og gera opinbert. Af þeim sökum hafi umfang rannsóknarinnar orðið meira en nefndarmenn bjuggust við þegar þeir hófu verkið.

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis