„Þetta voru mistök kauphallaraðila við innsetningu tilboða,“ segir Kristín Jóhannsdóttir, samskiptastjóri Kauphallar Íslands, í samtali við Viðskiptablaðið.  „Það verða engir eftirmálar af þessu,“ segir hún.

Í morgun tilkynnti Kauphöllin um að fjögur viðskipti með bréf Straums fjárfestingabanka hafi verið felld niður. Þau fóru fram á genginu 11,36 til 11,60 sem var nokkuð yfir markaðsverði. Verðbilið með bréf Straums það sem af er degi er 10,52 til 10,63, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Aðspurð nefnir Kristín að ásláttarvillur og annað slíkt geti valdið mistökum sem þessum og að fella niður viðskipti sé partur af skilvirku eftirliti.