Gildistaka nýrrar heimildar um vinnustaðasóttkví sem taka átti gildi á hádegi í dag frestast. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, staðfestir þetta við mbl.is. Seinkunin sé tilkomin vegna mistaka hans við undirbúning verkefnisins.

„Ég gerði bara mis­tök í því að fá ekki full­trúa ASÍ við borðið og þess vegna funduðum við með þeim í morg­un og feng­um frá þeim góð og hald­bær rök," hefur mbl.is eftir Víði og baðst hann afsökunar á mistökunum.

Sjá einnig: Heimild um vinnustaðasóttkví

Fundað verði með aðilum vinnumarkaðarins í dag og á morgun og vonast Víðir til þess að málið leysist fljótt og örugglega.