*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 2. júní 2018 09:01

Misvel í lagt

Moggi fjallar þannig ívið meira um Sjálfstæðisflokkinn en hinir fréttamiðlarnir, en enginn meira en Stundin.

Ritstjórn
Tölfræði fjölmiðla: Fréttir af flokkum frá janúar til maí 2018.
Aðsend mynd

Umfjöllun og fréttir af stjórnmálaflokkum eru mjög fyrirferðarmiklar í íslenskum fjölmiðlum og aldrei eins og í aðdraganda kosninga. Nokkuð mismunandi þó eftir miðlum og það er einnig mismikið fjallað um einstaka flokka í hverjum miðli.

Hér er sýnt hve mikið var fjallað hlutfallslega um flokkana í helstu miðlum frá upphafi árs. Hafa ber í huga að mikil umfjöllun þarf ekki að þýða að verið sé að hampa flokkinum, öðru nær stundum. Moggi fjallar þannig ívið meira um Sjálfstæðisflokkinn en hinir fréttamiðlarnir, en enginn meira en Stundin.

Á móti kemur að stjórnmálamenn fella sig oft vel við gagnrýna umfjöllun, þeir eru að því leytinu eins og aðrir listamenn, sem kjósa fremur slæma umfjöllun en enga.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is