Ótti um að ófremdarástand myndi skapast á fjármálamörkuðum við áramót dróst saman í kjölfar þess að vísbendingar eru um að aðgerðir seðlabanka undanfarið séu farnar að hafa róandi áhrif á millibankamarkaði. En á sama tíma skaut endurmat á lánshæfismati bandarísks fjármálafyrirtækis, sem tryggir skuldabréf fjárfesta, mönnum skelk í bringu.

Í kjölfar þess að Seðlabanki Evrópu tryggði fjármálastofnunum ótakmarkað skammtíma fjármagn á 4,21% vöxtum í byrjun vikunnar hafa vextir á millibankamarkaði á evrusvæðinu lækkað töluvert. Um hádegisbil höfðu mánaðarvextir og þriggja mánaðarvextir á millibankamarkaði með evrur fallið um 40 punkta annarsvegar og sextán punkta hinsvegar frá því á mánudag og stóðu þar með í 4,52% og 4,79%.

Fram kemur í umfjöllun Dow Jones-fréttaveitunnar að þrátt fyrir að útspil evrópska seðlabankans eru vextirnir enn hærri en forráðamenn hans myndu vilja sjá.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf skjali hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa aðgang að pdf áskrif geta sent póst á [email protected] og látið opna slíkan aðgang.