Japanski bankinn Mitsubishi UFJ Financial Group mun kaupa allt að 10 – 20% hlut í bandaríska fjárfestingabankanum Morgan Stanley á næstu dögum.

Þetta kemur fram á fréttavef BBC en þar kemur fram að kaupverð hefur enn ekki verið ákveðið.

Eins og áður hefur komið fram hefur Morgan Stanley fengi leyfir frá bandaríska Seðlabankanum til að hætta fjárfestingabankastarfssemi og verður í kjölfarið eingöngu viðskiptabanki.

Bankinn hefur, líkt og aðrir bandarískir fjárfestingabankar, átt í töluverðum rekstrarerfiðleikum undanfarin misseri og hefur leitast eftir því að auka hlutafé eða selja eignir. Von er á frekar upplýsingum á næstu dögum að sögn BBC.