*

miðvikudagur, 19. janúar 2022
Erlent 26. október 2008 10:55

Mitsubishi UFJ hyggst hressa upp á efnahagsreikninginn

Ritstjórn

Japanski bankinn Mitsubishi UFJ Financial Group íhugar nú að afla sér 1 billjónar jena (andvirði 10,6 milljarða Bandaríkjadala) fjármagns með útgáfu nýs hlutafjár.

Þetta vill bankinn gera til að hressa upp á efnahagsreikning sinn, en þrátt fyrir að lánsfjárkreppan hafi hingað til ekki haft mikil áhrif á japanska banka þá hefur mikil lækkun á japönskum hlutabréfamörkuðum undanfarna mánuði haft áhrif á efnahagsreikning þeirra.

Mitsubishi UFJ keypti hluti í Morgan Stanley fyrir 9 milljarða Bandaríkjadala fyrr í þessum mánuði.

Japanska Nikkei vísitalan hefur lækkað um 32% síðan í lok september og hefur ekki verið lægri í 5 ár.

Reuters greindi frá þessu.