Eigendur eignarhaldsfélagsins Miðvarðar ehf. í Reykjanesbæ voru starfsmenn SpKef og tóku lán til stofnfjárbréfakaupa í SpKef og Byr. Bréfin urðu verðlaus og tjónið lenti á Byr og SPRON. Skiptum er lokið á félaginu og greiddist nær ekkert upp í um eins milljarðs kröfu að því er fram kom í vefútgáfu Lögbirtingablaðsins 6. október.

Orsök ófaranna var samkvæmt ársreikningi félagsins skuldfærð kaup á stofnfjárbréfum í Sparisjóði Keflavíkur (SpKef) og Byr sem komust í þrot og voru yfirteknir af  ríkinu í apríl á þessu ári. Stofnfjáreigendur töpuðu allri eign sinni í sparisjóðunum við fall þeirra. Eigendur Miðvarðar ehf. voru allir starfsmenn SpKef og því fruminnherjar í þessum viðskiptum. Það hefur því vakið athygli að eftir þetta risagjaldþrot héldu eigendur áfram störfum hjá SpKef.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .