Þann 1. október næstkomandi munu auglýsingastofurnar Mixa og Pipar sameinast undir nafni Pipars, segir fréttatilkynningu frá Pipar. Sameinað fyrirtæki verður meðal fimm stærstu auglýsingastofunum innan SÍA og verður með 380 milljónir í veltuumsvif á ársgrundvelli.

Báðar auglýsingastofur hafa verið í mikilli sókn á auglýsingamarkaðnum Mixa er þekktust af sinni sérkunnáttu á sviði hönnunar og uppbyggingar vörumerkja og ímynd fyrirtækja en styrkur Pipars byggist á markaðsráðgjöf, stefnumótun, almannatengslum og auglýsingagerð, segir í tilkynningunni.

Sameinað fyrirtæki býr yfir mjög öflugu og reynslumiklu fólki á sviði auglýsinga- og markaðsmála með mikla þekkingu á ímyndarmálum, uppbyggingu og mótun vörumerkja ásamt almannatengslum, gerð sjónvarps- og útvarpsauglýsinga, almennri grafískri hönnun og þekkingu á fjölmiðlamarkaðnum.

Halla Guðrún Mixa verður framkvæmdastjóri hönnunarsviðs. Framkvæmdastjóri Pipars verður Valgeir Magnússon og mun stjórn fyrirtækisins verða skipuð þeim Hákoni Ísfeld Jónssyni formanni, Valgeiri Magnússyni, Höllu Guðrúnu Mixa og Sigurði Hlöðverssyni.