Mizuho Financial Group Inc., annar stærsti banki í Japan lækkaði á markaði í Tókýó í dag. Lækkunin kom eftir að dagblaðið Nikkei sagði að yfirtaka Mizuho samsteypunnar á Shinko Securities Co kynni að tefjast. Ástæða tafarinnar er sögð vera tap Mizuhos á fjárfestingum undanfarið.

Verð á hlut í fjárfestingahluta Mizuho lækkaði um 5.7% sem er mesta lækkun í tvo mánuði. Áætlað tap Mizuho Securities Co. í tengslum við hrun bandaríska fasteignamarkaðarins er talið 888 milljón Bandaríkjadalir og að sögn dagblaðsins Nikkei verður tapið enn meira áður en yfir líkur.