Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði er nú önnur stærsta höfn landsins og um hana fara 1,3 milljónir tonna af áli og aðföngum á ári að því er kemur fram í upplýsingum frá Alcoa Fjarðarál.

Tæp 40% allra vöruflutninga frá landinu er ál. Vöruútflutningur frá Íslandi jókst um fjórðung í tonnum talið með tilkomu Alcoa Fjarðaráls.

Alcoa Fjarðarál keypti ýmsa þjónustu á Íslandi fyrir 9,5 milljarða íslenskra króna árið 2008, fyrir utan raforku.