Vöruskipti voru hagstæð um 64,8 milljarða króna á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs. Þetta er 8,7 milljörðum krónum lakari niðurstaða en á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2012. Þar af voru vöruskipti hagstæða um 12,5 milljarða í nóvember sem var þremur milljörðum betri niðurstaðan en ári fyrr, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Á vef Hagstofunnar kemur fram að í nóvember voru fluttar út vörur fyrir 55,2 milljarða króna og inn fyrir 42,7 milljarða króna. Á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs nam verðmæti vöruútflutnings 564,1 milljarði króna en innflutnings 499,3 milljörðum króna. Afgangur af vöruskiptum nam því 64,8 milljörðum króna samanborið við 73,5 milljarða árið 2012.