Atvinnuleysi mældist 25% á Spáni í síðasta mánuði. Þetta er talsvert betri staða en í apríl þegar atvinnuleysi mældist 26,8%. Í apríl var staðan aðeins verri af evruríkjunum í Grikklandi. Tölurnar í síðasta mánuði jafngilda því að 4,89 milljónir manna hafi mælt göturnar í mánuðinum. Þrátt fyrir það hefur atvinnuleysi ekki verið minna í hálft ár.

Breska ríkisútvarpið ( BBC ) segir tímabundnar sumarafleyingar skýra breytinguna nú og megi gera ráð fyrir því að falla muni í sama farið nær hausti. BBC bendir á að matsfyrirtækið Fitch búist við því að atvinnuleysi á Spáni fari í hæstu hæðir næsta vor og mælist þá 28,5%.