Hagnaður bandaríska bankans Bank of America nam tveimur milljörðum dala á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 43% samdráttur á milli ára og skýrist einkum af lögfræðikostnaði upp á fjóra milljarða dala sem fallið hefur á bankann í tengslum við bankahrunið og viðskiptum með lélegar eignir áður en fjármálakreppan skall á.

Ef rýnt er í hagnaðartölurnar þá samsvara þær 19 senta hagnaði á hlut sem er 10 sentum undir væntingum markaðsaðila. Til samanburðar nam hagnaðurinn 32 sentum á hlut.

Tekjur Bank of America námu 22 milljörðum dala sem var 4% lækkun á milli ára. Það var reyndar meira en markaðsaðilar gerðu ráð fyrir.