Afgangur af vöruskiptum við útlönd nam 2,4 milljarða króna í júlí síðastliðnum, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Þetta er verulegur samdráttur á milli ára en í júlí í fyrra nam afgangurinn 9,2 milljörðum króna. Á fyrstu sjö mánuðum ársins nemur afgangur af vöruskiptum 35,2 milljörðum króna. Þetta er 22,5 milljörðum króna lakari niðurstaða en á fyrstu sjö mánuðum síðasta árs.

Fram kemur í tölum Hagstofunnar að í mánuðinum hafi vörur verið fluttar út fyrir 47,4 milljarða króna en inn fyrir 45 milljarða.

Samkvæmt gögnum Hagstofunnar munar mestu um að á meðan verðmæti útflutnings jókst um aðeins 2,7% á milli ára á fyrstu sjö mánuðum ársins hafi innflutningur aukist um 10,9 %. Aukningin var mest í flutningatækjum og eldsneyti.

Vöruskipti við útlönd