Tíu stærstu hluthafarnir í Högum eiga um 67% í félaginu en þó eiga aðeins tíu meira en 1% hlut. Langstæsru hluthafarnir eru Búvellir og Eignabjarg en Eignabjarg, sem á 20%, mun selja sinn hlut innan tíðar, og á bak við Búvelli standa nokkrir fjárfestar þannig að allt útlit er fyrir að Hagar verði í mjög dreifðri eignaraðild. Í tilkynningu frá kauphöllinni kemur fram listi yfir stærstu hluthafana og er röð tíu stærstu sem hér segir:

Búvellir slhf. 20,90%

Eignabjarg ehf. 20,08%

Gildi -lífeyrissjóður 8,86%

Stefnir - ÍS 5 6,64%

Festa - lífeyrissjóður 3,72%

A.C.S safnreikningur I 2,44%

Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 1,63%

Lífeyrissj. Starfsm. Búnaðarbankans 1,23%

Stefnir - Samval 1,12%

Arion banki hf. 1,00%