Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, segir í samtali við Bloomberg fréttastofuna í dag að mjög fljótlega muni stjórnvöld tilkynna um áætlun til að dæla fé í fjármálakerfið.

„Við erum að vinna að áætlun. Það er augljóst ef maður horfir á markaðinn að við verðum að gera það mjög fljótt," segir hann.

Bloomberg bendir á að gengi krónunnar hafi lækkað um 12% gagnvart evru þessa viku. Það tengdist lækkun á lánshæfishæmatseinkunnum í vikunni eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um yfirtöku á 75% hlut í Glitni.

Tryggvi vildi í samtalinu ekki gefa nánari upplýsingar um áætlanir ríkisstjórnarinnar en útilokaði að til stæði að taka lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.