Þýski bílaframleiðandinn BMW, sem framleiðir að auki Mini og Rolls-Royce seldi 170.932 bifreiðar í nóvember. Er það 23% aukning milli ára. Alls hafa selst 1.668.982 bílar fyrstu ellefu mánuði ársins og hefur salan aukist um 10,1% það sem af er ári.

Salan á BMW jókst um 26,4% í nóvember og seldust 145.452 bílar. Að venju seldist þristurinn mest, en salan jókst um 40% milli ára í nóvember. Salan á X3 var einnig mjög góð.

10,9% aukning hjá Audi

Salan á Audi jókst um 10,9% milli ára í nóvember og seldust 123.600 bílar í mánuðnum. Salan fyrstu 11 mánuðina hefur aukist um 12,7%.

Mesta söluaukningin hefur orðið í Bandaríkjunum og Kína, en salan í Evrópu hefur dregist saman um 1,9% og samdrátturinn í Þýskalandi nam 4,1%.

Jepparnir Q3, Q5 og Q7 og nýr A3 skiluðu mestri sölu.

BMW - Audi - Benz

BMW hefur selt flesta bíla það sem af er ári,  eða 1.388.274 bíla. Næstir koma Audi með 1.344.750. Mercedes Benz rekur lestina með 1.194.904 bíla.

Allir bílaframleiðendurnir þrír hafa sett sér það markmið að vera stærsti þýski lúxusbílaframleiðandinn árið 2020.