Valgerður Kristjánsdóttir var nýlega tekin inn í eigendahóp Ernst & Young á Íslandi. Hún er fyrsti nýi eigandinn á endurskoðunarsviði í um tíu ár en samtals eru níu meðeigendur hjá Ernst & Young á Íslandi. Valgerður þurfti að fara í gegnum krefjandi inntökuferli áður en að hún var samþykkt sem meðeigandi.

Krefjandi inntökuferli

„Ferlið hjá Ernst & Young getur líklega talist vera strangt. Ég þarf fyrst að fá tilnefningu frá eiganda og félaginu á Íslandi. Eftir það fer tilnefningin til yfirmanns endurskoðunarsviðs á Norðurlöndum sem þarf síðan að samþykkja tilnefninguna. Ef hann samþykktir þá fer tilnefningin í svokallað „review panel“, eða dómnefnd sem samanstendur af fjórum meðeigendum á öllum Norðurlöndunum. Þeir eru frá mismunandi sviðum, ekki bara endurskoðunarsviði.

Þeir taka mig í mjög ítarlegt viðtal, ég fór fyrst í stutt viðtal hjá yfirmanni endurskoðunarsviðs og svo í mjög ítarlegt viðtal með þessum fjórum aðilum. Mað­ur er spurður mjög krefjandi spurninga og þeir hafa fullt vald til að hafna tilnefningum. Þetta var mjög krefjandi ferli en mjög lærdómsríkt í leiðinni. Í heildina tók þetta yfir hálft ár, byrjaði í desember og lauk 1. júlí,“ segir Valgerður