Í yfirlýsingu sem Jón Ásgeir Jóhannesson hefur sent frá sér kemur fram að mjög líklegt sé að hans þætti málsins verði áfrýjað. "Þegar litið er til þess að sakfelling í tilviki Jóns Ásgeirs virðist hvíla á afar veikum grundvelli, þ.e.a.s. framburði Jóns Geralds Sullenberger, verður að telja mjög líklegt að Jón Ásgeir muni í samráði við verjanda sinn áfrýja þeim þætti málsins til Hæstaréttar Íslands. Verulegar líkur eru taldar á að sú áfrýjun muni leiða til sýknu," segir í yfirlýsingunni.

Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að stjórn félagsins lýsir áfram yfir eindregnum stuðningi við hann nú þegar þessi dómur liggur fyrir.