Grikkland gæti yfirgefið evruna á næstu sex mánuðum at mati Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar. Í frétt Bloomberg er haft eftir Borg að það sé mjög líklegt að Grikkland hverfi úr evrusamstarfinu.

Hann segir hins vegar að afleiðingarnar á fjármálakerfi álfunnar yrðu ekki miklar, því í raun skilji allir hvaðan vindurinn blæs. Að mati Borg þá er erfitt að sjá hvernig Grikkir geti aukið samkeppnishæfni sína nema með gengisfellingu í ljósi þess að mjög lítið sé um samkeppnishæfan iðnað í landinu og að Grikkjum hafi ekki tekist að grípa til nauðsynlegra umbóta.