Úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði um 0,21% í dag og stendur hún nú í 1.685,87 stigum. Velta á Aðalmarkaði var lítil eða 415 milljónir króna.

BankNordic og Hagar einu sem hækkuðu

Það fyrirtækis sem hækkaði mest á mörkuðum var BankNordic P/F sem er bæði á Nasdaq Iceland og Nasdaq Copenhagen kauphöllunum. Nam hækkunin heilum 8,57%, og kostar hver hlutur í bankanum nú 114 krónur. Viðskiptin hljóðuðu þó einungis upp á 753.510 krónur.

Næst mesta hækkunin, og sú eina fyrir utan ofan nefnd bréf, var í bréfum Haga, en þau hækkuðu um 0,44%. Var það í viðskiptum sem námu 63 milljónum og kostar nú hvert bréf félagsins 45,9 krónur.

Mest lækkuðu bréf í Össur, eða um 2,22%, í litlum viðskiptum, eða 296.560 króna viðskiptum. Fæst nú hver hlutur í félaginu á 440,00 krónur.

Mest viðskipti með bréf HB Granda og Tryggingamiðstöðvarinnar

Mest viðskipti voru með bréf í HB Granda, eða sem nemur 118 milljónum króna, en bréf félagsins lækkuðu um 0,50% og kosta nú 29,85 krónur.

Næst mest viðskipti voru með bréf í Tryggingamiðstöðinni, eða sem nam 87 milljónum króna, en bréf félagsins lækkuðu um 0,46% og kostar hvert bréf félagsins nú 21,50 krónur.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,3% í dag í 0,4 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 2,4 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,2% í 0,6 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 1,8 milljarða viðskiptum.