Gengi hlutabréfa Icelandair Group lækkaði um 0,85% í tiltölulega litlum viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Velta með bréf félagsins nam aðeins átta milljónum króna. Þetta var engu að síður næstmesta veltan á annars rólegum degi á hlutabréfamarkaði.

Þá lækkaði gengi hlutabréfa færeyska bankans BankNordik um 0,78%, Haga um 0,28% og fasteignafélagsins Regins um 0,11%. Veltan með hlutabréf Regins var einmitt sú mesta í dag, 33 milljónir króna.

Engin önnur breyting varð á gengi hlutabréfa.

Úrvalsvísitalan hækkaði engu að síður um 0,04% og endaði hún í 992,45 stigum. Veltan var í minni kantinum, 49,1 milljón króna.