Endurskipulagning og breytingar hjá Kaupþing Singer & Friedlander eiga að losa um lausafé sem nemur rúmlega einum milljarði punda eða um 130 milljörðum króna á þessu ári og verður það fé nýtt til að efla kjarnastarfsemina í Bretlandi enn frekar en snýr ekki að fjármögnun samstæðu Kaupþings.

Kaupþing Singer & Friedlander hyggst hætta starfsemi á sviði eignafjármögnunar og hrávöruviðskiptafjármögnunar auk þess sem gerðar hafa verið skipulagsbreytingar innan fyrirtækjasviðsins í Bretlandi.

Þar að auki hefur Kaupþing Singer & Friedlander flutt þá deild sem fæst við sérhæfð lánaviðskipti frá fyrirtækjasviði yfir í þá deild fyrirtækjaráðgjafar sem fæst við skuldsettar yfirtökur og mun einnig loka deildum sem sinna fasteigna- og fyrirtækjalánum í Leeds og Manchester og flytja þær til Birmingham og Lundúna.

Hlutfall innlána af útlánum er nánast 100% hjá Kaupþing Singer & Friedlander.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .