Í Viðskiptaþættinum í dag á Útvarpi Sögu (99,4) verður fyrst rætt við Þórólf Sveinsson, formann Landsambands kúabænda. Undanfarin ár hefur nokkur fjöldi kúabænda ákveðið að bregða búi og selt kvótann sinn og jafnvel jörðina. Heldur hefur þó hægt á þessari þróun og Þórólfur setur okkur inn í þróun mála í þættinum.

Actavis undirbýr skráningu í London og nokkrar fréttir hafa verið af því að undanförnu þó ekki hafi komið tilkynningar frá félaginu sjálfu. Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeild Landsbankans, rekur málið fyrir hlustendum.

Mikil ásókn er í lóðir í Hveragerði og Orri Hlöðversson bæjarstjóri segir okkur frá því af hverju það stafar.

Í lokin ætlum við síðan að bregða okkur austur á landi og heyra í Eirík Björgvinssyni bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs en í nýsamþykktri fjárhagsáætlun þeirra er gert ráð fyrir að fjárfesta fyrir 620 milljónir króna.