Mjólka hefur stefnt Mjólkursamsölunni til greiðslu skaðabóta vegna ítrekaðra brota á samkeppnislögum gagnvart Mjólku. Brotin ná til 15 ára tímabils. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá félaginu.

Dómkröfu Mjólka ganga út á að Mjólkursamsalan viðurkenni skaðabótaskyldu vegna fjártjóns Mjólku sem hlaust af misnotkun á markaðsráðandi stöðu Mjólkursamsölunnar á árunum 2008 til 2010, auk málskostnaðar.

Fram kemur í stefnunni að Mjólka telji Mjólkursamsalan hafi frá árinu 2008 hafið að hækka verð sitt á hrámjólk til Mjólku vegna þess að félagið hafi verið að skapa sér rými á mjólkurmarkaði. Það haft viðsnúning til hins verra í rekstri Mjólku.

„Þetta er búið að vera langvarandi málaferli sem er búið að taka alltof langan tíma. Þessi verðlagning var beint að okkur til þess að koma okkur út af markaði. Við erum búin að stefna þeim þar sem við viljum mat verði gert á á því hvað þetta hefur haft mikil áhrif á okkar fyrirtæki. Þar sem bæði beint og óbeint fjárhagstjón verður metið,“ segir Ólafur M. Magnússon einn af stofnendum Mjólku.