Mest hækkun á einstakri vöru í Costco á milli tveggja verðkönnuna sem Fréttablaðið hefur gert síðustu mánuði var á mjólk, eða um 17,7%. Í Bónus var mesta verðhækkunin á Hveiti og fersku nautahakki, eða um 20% og 18,7%.

Verðkönnunin sem gerð var annars vegar 15. mars síðastliðinn og hins vegar 2. og 3. nóvember á síðasta ári sýnir að verðþróunin í þessum tveimur verslunum var almennt upp á við.

Höfðu 8 af 14 vörum sem verð var kannað á í Bónus hækkað í verði, meðan 3 stóðu í stað og 3 lækkað í verði. Tvær af vörunum 14 sem kannaðar voru, rauð epli og eggaldin, fengust ekki í Costco, en þar hækkaði einnig verðið á 8 vörum, af þá 12. Verðið á hinum fjórum lækkaði þó.

Í Bónus lækkaði verð á sykri og eggaldin mest, eða um 14,8& og 14%, en mesta verðlækkunin í Costco var á bönunum sem lækkuðu um 6,8%.