Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, sagði á fundi með Samtökum verslunar og þjónustu að hann lýsti yfir eindregnum stuðningi við að mjólkuriðnaðurinn yrði felldur undir samkeppnislög.

Hann sagði jafnframt að nú væru ákveðin tímamót í landbúnaði og gæta þyrfti að því að breytingar sem gerðar verði þar á, verði sanngjarnar og kollvarpi ekki iðnaðnum.

Hann tók undir ályktanir SVÞ um að draga verði úr samkeppnishamlandi gjöldum sem séu ósanngjörn og nefndi hann í því samhengi vörugjöld á raftækjum.