Verð á mjólkurkvóta hefur lækkað verulega á árinu og útlit er fyrir enn frekari lækkun ef fram fer sem horfir. „Það sem af er árinu hefur mjólkurframleiðslan aukist um 8% og það er töluvert mikið því það tekur þrjú ár að búa til nýjan grip sem getur framleitt mjólk,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri MS.

Ein helsta skýringin á lækkuðu kvótaverði er sú að MS hefur lýst því yfir við bændur að félagið hyggist kaupa alla mjólk sem framleidd er hér á landi, líka þá sem er umfram greiðslumark. „Við höfum verið að kalla eftir meiri mjólk,“ segir Einar. Í slíku árferði geta bændur því gengið að kaupanda að framleiddri mjólk sem vísri, óháð því hvort þeir eigi greiðslumark eða ekki.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Endurráðning Más Guðmundssonar kom Sjálfstæðismönnum á óvart
  • Draga mun úr hækkunum fasteignaverðs á næstu misserum
  • Fyrsti 4x4 tvíorkubíllinn
  • Ítarlegt viðtal við Hafstein Helgason hjá Eflu
  • Ávöxtun af útleigu er ekki alltaf mikil
  • Líkur á að skiptum úr þrotabúi Baugs ljúki á næstunni
  • Silverberg þróar byltingarkenndan tækjabúnað fyrir líkamsræktarstöðvar
  • Forsvarsmenn flugfélaga hafa litlar áhyggjur af eldgosi
  • Litlar breytingar á horfum í hagkerfinu
  • Nærmynd af forstöðumanni Opna Háskólans
  • Nýtt framleiðslufyrirtæki sér um allt sem snýr að tónlistarmönnum
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um árangur sósíalismans
  • Þá eru í blaðinu pistlar og margt, margt fleira