Mjólkursamsalan er nýr félagi í Viðskiptaráði Íslands, en þetta kemur fram á vefsíðu ráðsins.

Mjólkursamsalan er rekstrarfélag mjólkuriðnaðarins á Íslandi og er í eigu rúmlega 650 kúabænda um land allt. Hlutverk hennar er að sjá um alla móttöku, framleiðslu, pökkun, markaðssetningu, sölu og dreifingu mjólkurafurða.

Ari Edwald er forstjóri Mjólkursamsölunnar, en hann tók við stöðunni 1. júlí síðastliðinn þegar Einar Sigurðsson lét af störfum.