Birgjar Mk One, smásölukeðjunnar sem Baugur hefur nú ákveðið að selja, hafa gagnrýnt fyrirtækið harkalega fyrir ógilda ávísanir sem áttu að vera greiðsla. Telegraph greinir frá þessu í dag.

Samkvæmt frétt Telegraph í dag skuldar Mk One birgjum sínum upphæðir sem hlaupa á milljónum punda. Einn birgjanna, Venus Technology, segir MK One skulda sér 300.000 pund. Sú upphæð jafngildir einum þriðja ársveltu Mk One.

Birgjar Mk One eru nú sagðir ætla að taka saman höndum til að ná til sín þeim fjármunum sem Mk One skuldar

Ekki náðist í talsmenn Baugs við vinnslu þessarar fréttar.