Síðasta verðmatsgreining greiningardeldar Landsbankans á Dagsbrún er frá því í febrúar 2005 og hefur greiningardeildin boðað endurskoðun verðmatsins. Rekstur Dagsbrúnar breyttist nokkuð á árinu sem leið og því muna þeir taka verðmat sitt til endurskoðunar í náinni framtíð. "Við mælum með því að fjárfestar markaðsvogi bréf sín í vel dreifðu eignasafni," segir greiningardeild Landsbankans.

Hagnaður Dagsbrúnar á fjórða ársfjórðungi nam 164 milljónum króna. Spá þeirra hljóðaði upp á 261 milljóna króna hagnað og er því uppgjörið undir væntingum þeirra. Til samanburðar nam hagnaður þriðja ársfjórðungs 2005, 233 milljónum króna. Spáskekkjan skýrist m.a. af lægri EBITDA framlegð, hærri afskriftum og verri afkomu hlutdeildarfélaga auk þess sem um jákvæða skattfærslu var að ræða segir í frétt greiningardeildarinnar.

"Rekstur fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins 2005 var í takt við væntingar og mörg verkefna þess hafa tekist vel. Þrátt fyrir að uppgjör fjórða fjórðungs valdi vonbrigðum, náði Dagsbrún rekstrarmarkmiðum sínum á árinu," segir greiningardeildin.