Óhagstætt veður og hækkandi hráefnisverð settu mark sitt á annan ársfjórðung hjá Bakkavör en Greiningardeild Landsbankans segist vera áfram bjartsýn á rekstur Bakkavarar til lengri tíma. Þeir mæla með kaupum og yfirvogun á bréfum Bakkavarar.

Sjóðstreymið er sterkt og vaxtartækifærin mikil. Athyglisvert verður að sjá hvort Bakkavör muni fylgja Tesco yfir Atlantshafið segir Greiningardeild Landsbankans.


Verðmat Greiningardeildar Landsbankans gefur verðmatsgengið 71,8 hjá Bakkavör og 12 mánaða vænt verð 79,3. Lokagengi félagsins þann 31. júlí var hins vegar 67,9. "Við mælum með að fjárfestar kaupi bréf Bakkavarar og yfirvogi þau í vel dreifðu eignasafni sem tekur mið af íslenska markaðnum," segir Greiningardeild Landsbankans.