Sérfræðingar Nordeabankans mæla með sölu bréfa danska fasteignafélagsins Nordicom sem FL Group á 22% hlut í. Hagnaður danska fasteignafélagsins Nordicom, sem FL Group á eða átti 22% eignarhlut í, dróst saman um hartnær 40% milli áranna 2006 og 2007.

Hagnaðurinn í fyrra nam 257 milljónum danskra króna eða um 3,7 milljörðum miðað við gengi íslensku krónunnar nú. Sérfræðingar Nordea-bankans benda á að hagnaðurinn hafi verið borinn uppi af sölu á fasteign Nordicom við Kóngsins Nýjatorg og uppfærslu á verðmæti fasteignaverkefna og lóða.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .