Hagnaður Burðaráss á 3. ársfjórðungi nam 4.767 m.kr. og var undir væntingum Greiningardeildar KB banka um 5.354 m.kr hagnað á fjórðungnum. Tekjur flutningastarfseminnar voru töluvert minni en greiningardeildin hugði en þeir höfðu gert ráð fyrir 7.510 m.kr. veltu en hún nam 6.151 m.kr. Hins vegar var EBITDA framlegð flutningastarfseminnar 12% á fjórðungnum en þeir gerðu ráð fyrir 10,5% og því varð hagnaður flutningastarfseminnar fyrir tekjuskatt töluvert meiri en greiningardeildin gerði ráð fyrir, 419 m.kr. á móti 366 m.kr. spá þeirra.

"Burðarás kynnti metnaðarfulla fjárfestingastefnu við birtingu hálfsársuppgjörs og eru miklar væntingar til hennar nú þegar fólgnar í verði félagsins án þess að félaginu hafi gefist tími eða svigrúm til að framfylgja stefnu sinni. Greiningardeild mælti í afkomuspá sinni með sölu og markaðsvogun á bréfum Burðaráss. Uppgjör Burðaráss var undir væntingum og í ljósi þess að bjartsýni á markaði virðist í rénun færum við félagið nú í undirvogun," segir í frétt Greiningardeildar KB banka.