Greiningardeild Landsbankans hefur gert verðmatsgreiningu á Burðarási. Miðað við gefnar forsendur metum þeir Burðarás á 46.963 m.kr., en þar af er eignarhlutur Burðaráss í Eimskip metinn á 18.051 m.kr. Útistandandi hlutafé er 4.210 m.kr. og því er verðmatsgengið 11,2. Lokagengi á bréfum Burðaráss var 13,5 þann 27. ágúst og því mælum þeir með sölu á bréfum félagsins en mæla jafnframt með að fjárfestar markaðsvogi bréf Burðaráss í vel dreifðum eignarsöfnum sem taka mið af íslenska markaðnum.

Í verðmati þeirra á Burðarási uppreikna þeir eigið fé félagsins auk þess sem þeir leggja sérstakt mat á rekstur Burðaráss til framtíðar. Eimskip, sem er stærsta óskráða eign Burðaráss, er metin sérstaklega með sjóðstreymisgreiningu.