Afkoma Landsbankans á þriðja ársfjórðungi er undir væntingum Greiningardeildar KB banka en hagnaður bankans á fjórðungnum nam 5,66 mö.kr. eftir skatta samanborið við 7,07 ma.kr. spá okkar. Uppgjör Landsbankans er engu að síður það besta frá upphafi og nemur hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 11,7 mö.kr. eða 365% meira en á sama tíma í fyrra. Gengismunur og rekstrargjöld eru helst undir væntingum en hreinar vaxtatekjur voru hins vegar meiri en við gerðum ráð fyrir. Rekstrargjöld námu tæplega 4,3 mö.kr. á fjórðungnum og hækkuðu því um 38,5% milli ársfjórðunga.

Frávik rekstrargjalda frá okkar spá KB banka liggur í launakostnaði og sérstakri niðurfærslu á fasteignum bankans á landsbyggðinni.

Nettó verðbréfaeign bankans lækkaði um 4,8 ma.kr. milli fjórðunga. Breytingin skýrist af því að markaðsáhætta bankans af skuldabréfum drógst saman um 18,4 ma.kr. á sama tíma og nettó eignir bankans í hlutabréfum jukust um 13,5 milljarða. Nettó eign bankans í hlutabréfum nam því 31,7 ma.kr. í lok fjórðungins eða tæplega 84% af eign fé bankans á sama tíma.
Breyting á vogunarráðgjöf - Undirvogun

Uppgjör Landsbankans á þriðja ársfjórðungi er sem fyrr segir undir væntingum en hagnaður bankans er um 1.400 m.kr. undir spá Greiningardeildar KB banka. "Í ljósi þessa og þar sem bankinn ber nú mikla áhættu á innlendum hlutabréfamarkaði sem virðist nú heldur í rénum, breytum við vogunarráðgjöf okkar og mælum með undirvogun á hlutabréfum Landsbankans," segir í frétt Greiningardeildar Landsbankans.