Greiningardeild Landsbankans hefur gefið frá sér nýtt verðmat á Straumi Fjárfestingarbanka. Niðurstaða verðmatsins er að Landsbankinn metur verðmæti Straums á 45,5 ma.kr. Endurmetið eigið fé er áætlað 32,8 ma.kr., framtíðarvirði eignasafnsins er metið á 4,3 ma.kr. og fjárfestingarbankastarfsemin á 8,4 ma.kr. Útistandandi hlutafé er 5.375 m.kr. og þar af leiðandi fæst verðmatsgengið 8,5. Lokagengi Straums í gær var 9,9 og því mælum þeir með að fjárfestar selji bréf sín í félaginu en markaðsvogi þau í vel dreifðu eignasafni.

Verðmatið skiptist í þrennt. Í fyrsta lagi endurmetum þeir eigið fé eins og um væri að ræða hreinan fjárfestingarsjóð og í öðru lagi reiknum þeir framtíðarvirði eigin fjárins miðað við að arðsemi Straums verði hærri en sú ávöxtunarkrafa sem greiningardeild Landsbankans gerir á eigið fé félagsins. Að síðustu leggjum þeir mat sitt á virði fjárfestingarbankastarfseminnar.