Mælingar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) á helstu hagvísum benda til djúps samdráttar í stærstu hagkerfum sem eru aðilar að stofnuninni og meðal stórra iðnríkja svo sem Kína, Indlandi og Rússlandi.

Mælingum þessum er ætlað að gefa upplýsingar um stefnubreytingar á skammtímahagsveiflum og veita innsýn í það hvort viðkomandi hagkerfi sé að vaxa eða dragast saman.

Mælingar fyrir nóvembermánuð sýna 1,3% samdrátt á OECD svæðinu, og mælist samdrátturinn 7,3% ef gerður er samanburður á nóvember 2007. Mikill samdráttur hefur orðið í Bandaríkjunum, ef marka má þessar mælingar, sem benda til 1,7% samdráttar þar í nóvember og 8,7% frá árinu á undan. Samdrátturinn mælist 1,1% á evrusvæðinu í nóvember og 1,6% í Japan. Þá mælist hann 0,6% í Bretlandi.

Samkvæmt mælingum OECD dragast eru hagkerfi Kína, Indlands og Rússlands einnig að dragast saman, en í Kína mælist samdrátturinn 3,1% í nóvember og 1.2% í Indlandi. Þá er rússneska hagkerfið einnig að dragast saman en mæling OECD gefur til kynna 4,3% samdrátt þar.