Greiningardeild Landsbankans hefur lækkað verðmat sitt á Eimskipum í 39,6 krónur á hlut úr 40,5, sem stafar meðal annars af hækkandi vöxtum á markaði. Markaðsgengið 39,45, samkvæmt upplýsingum frá M5. Markgengið setur hún á 44,9.

Mælir greiningardeildin áfram með yfirvogun á bréfum félagsins en hefur fært ráðgjöfina í ?halda? úr ?kaupa?. Er það meðal annars vegna þess að bréfin hafa hækkað um 21,4% það sem af er ári og 17% á fjórðungunum.

Í verðmatinu kemur fram að sex mánaða uppgjörið hafi að mestu verið í samræmi við væntingar. ?Afkoman hafi verið ásættanleg en endurskipulagning hafi þó tekið lengri tíma en vænst var, sem þýði að fjármagnskostnaður félagsins hafi haldist hár lengur en ella. Þá segir að Eimskipafélagið sé orðið leiðandi á markaði og hafi yfirtekið hvert félagið á fætur öðru, þar með talið Atlas Cold Storage, auk þess sem yfirtaka á Versacold sé í burðarliðnum,? segir greiningardeildin.