Greiningardeild Kaupþings hefur uppfært afkomuspá sína fyrir Alfesca í ljósi upplýsinga sem ekki lágu fyrir við gerð síðustu afkomuspár, þann 30. nóvember en breytir ekki verðmatinu.

Mælir hún með því að fjárfestar minnki við hlut sinn í félaginu. Tólf mánaða markgengi er metið á 5,2 krónur á hlut en gengi félagsins við lok markaðar í dag er fimm, samkvæmt upplýsingum frá M5.

Telur greiningardeildin "að fjórði ársfjórðungur muni ekki verða nægilega góður til að árið í heild skili ásættanlegri arðsemi."

Greiningardeild Landsbankans mælir með að fjárfestar yfirvogi félagið í afkomuspá sem birtist í morgun.